Bæklingurinn samanstendur af korti (1:100.000), tegundalista fyrir ákveðin svæði, texta um svæðin og myndum af fuglum. Vestfjörðum má skipta upp í 12 kort og þar með 12 bæklinga. Fyrir styrkinn er áætlað takist að búa til fjögur kort af þessum tólf. Þau kort sem verða fyrir valinu í fyrstu eru þau svæði þar sem upplýsingar um fugla eru nægjanlegar og aðgengilegar.
Allar ábendingar varðandi kortið munu vera velþegnar og má senda þær á:
Náttúrustofan á Birdfair með fuglaskoðunarbækling
Birdfair (British Birdwatching Fair) er markaður sem er haldin árlega við Egelton friðlandið í Ruthland, Englandi. Þetta er markaður þar sem allt tengist á einhvern hátt fuglum og er ferðaiðnaður einn stærsti hluti þessa markaðs. Vestfirðingar hafa tekið þátt frá árinu 2008 og eru einnig með í ár. Með í för með Vestfirðingunum er drög af fuglaskoðunarbæklingi sem gerður er af Náttúrustofu Vestfjarða með styrk frá Vaxtarsamningi Vestfjarða og Ferðamálsamtökum Vestfjarða. Samstarfsaðilar að bæklingnum eru; Markaðsstofa Vestfjarða og Fuglaklasi Vestfjarða en einnig koma að fleiri aðilar og einstaklingar.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is