Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Verkefni stofunnar

 

Rannsóknir í tengslum við fiskeldi

Fiskeldi hefur vaxið hratt hér á landi og sérstaklega á Vestfjörðum en Náttúrustofan hefur síðustu ár fyglst með lífríki á sjávarbotni með sýnatökum og greiningu á botndýrum fyrir fiskeldisfyrirtæki ásamt ýmsum öðrum rannsóknum og vöktunaráætlanagerð. Tilgangurinn með vöktunum er að skoða áhrif fiskeldis á umhverfi og lífríki viðkomandi svæðis.

Með því að greina botndýrin þá er hægt að meta hvað álag er mikið við kvíar og hvað áhrifin ná langt. Stofan mælir súlfíð og redox, gerir súrefnismælingar í sjó og talninagar á laxa- og fiskilús í kvíum.

 

Gróðurrannsóknir

Starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða byggja á mikilli og góðri þekkingu í gróðurrannsóknum og gróðurkortlagningu. Stofan vaktar blómgunartíma plantna og stundar bæði rannsóknir sem styrktar eru af sjóðum og vinnur rannsóknir í tengslum við framkvæmdir svosem gróður- og vistgerðakortlagningar, lífmassamælingar og annað sem tengist gróðri.

Stofan hefur kortlagt ágengar tegundir,  svo sem skógarkerfil og alaskalúpínu og gert aðgerðaráætlun tengt því og hyggist vinna meira á því sviði í nánustu framtíð.  

 

Fuglarannsóknir

Náttúrustofan vinnur árlega að nokkrum verkefnum tengdum fuglum svo sem vetrarfuglatalningu, mófuglavöktun, vortalningu á leirum og bjargfuglavöktun. Mörg þessara verkefna eru í samstarfi við aðrar stofnanir t.d. Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og aðrar náttúrustofur. Auk þess eru athuganir á fuglum oft gerðar í tengslum við framkvæmdir, til dæmis vegna vega-, virkjunar- eða í tengslum við fiskeldi.

 

Rannsóknir á dýralífi

Náttúrustofan sinnir ýmsum öðrum rannsóknum á dýralífi m.a. í tengslum við framkvæmdir og má þar nefna rannsóknir í ám og vötnum, rannsóknir á lífríki í fjörum og ýmis vöktunarverkefni, svosem vöktun náttfiðrilda. 

 

Fornleifarannsóknir

Verkefni fornleifadeildar verða sífellt fjölbreyttari og í öllum landshlutum en flest þeirra á Vestfjörðum og er stofan framarlega í fornleifarannsóknum á Íslandi. Stofan sinnir fornleifauppgröftum, fornleifaskráningum og ýmsum fornleifarannsóknum bæði rannsóknatengdum og í tengslum við framkvæmdir. 

 

Kortagerð

Starfsmenn Náttúrustofunnar eru öflugir í kortagerð og hafa ýmis kort verið gerð á árinu. Mjög algengt er að kortagerðin tengist inn í önnur verkefni og þar má nefna kort tengd: gróðri, landamerkjum, fuglum, smádýrum, fornleifum, landslagsgreiningum og fiskeldisrannsóknum.

 

Landslag

Náttúrustofan hefur unnið að verkefnum fyrir Vegagerðina í greiningu á sjónrænum áhrifum vegagerðar á landslag vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) og frá Bjarkalundi að Skálanesi.

Markmið verkefnanna var að varpa ljósi á landslagseinkenni á fyrirhuguðum framkvæmdarsvæðum, meta verndargildi þess og hve mikil áhrif framkvæmdirnar geti haft á sjónræna þætti og upplifunargildi svæðisins. 

 

Landamerkja- og örnefnaskráningar

Náttúrustofan hefur sinnt hnitsetningum landamerkja en skráning landamerkja er mikilvægur liður í allri skipulagningu innan sveitarfélaga. Stofan hefur líka verið í skrásetningum á landamerkjum fyrir landeigendur og er sú skráning mikilvæg til staðfestinga landamerkja á eignalöndum þeirra. Á næstunni hyggist óbyggðarnefndin hefja málsókn á Vestfjörðum en þeir hafa tilkynnt að þeir verði í Strandabyggð árið 2018 svo mikilvægt er fyrir landeigendur að hafa staðfestar eignayfirlýsingar á sínu landi.

Náttúrustofan hefur unnið að örnefnaskráningu í Dalabyggð í samvinnu við Breiðarfjarðarnefnd frá 2009 en vinna við skráningu örnefna fer fram á kortum og er gefin út skýrsla með örnefnaupplýsingum ásamt kortum af hverri jörð. Teknar hafa verið jarðir sem liggja að sjó í Breiðafirðinum. Skráningarnar hófust árið 2009 en skráðar voru að auki fornleifar árið 2010. Árið 2011 - 2016 voru einungis örnefni skráð. 

 

Rekjanleiki lambakjöts

Náttúrustofan, í samstarfi við Snerpu, Beint frá býli og Landssamtök Sauðfjárbænda fengu styrk árið 2015 fyrir þróun á rekjanleikamerkingum fyrir lambakjöt þar sem neytendum er gefið val að kanna uppruna lambakjöts í verslununum og möguleika á því að velja hvernig kjötið er „kryddað á fæti“. Merktar voru kjötvörur frá tveimur býlum og unnið í markaðssetningu. Vefsíðan http://www.rekjanleiki.is fór í loftið 2016 en þar er hægt að fá allar upplýsingar um verkefnið. 

 

Safnastarf

Náttúrustofa Vestfjarða sér um rekstur Náttúrugripasafns Bolungarvíkur og Sjóminjasafnsins Ósvarar fyrir Bolungarvíkurkaupstað og rekur Grasagarða Vestfjarða. Nánari upplýsingar um söfnin er að finna á síðum þeirra. 

 

Nánari upplýsingar um verkefnin eru að finna í ársskýrslum og í útgefnum skýrslum stofunnar. 

 

  


Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is