Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Vetrafuglatalningar á Vestfjörðum 2018-2019

Blesgæs (Anser albifrons albifrons). Mynd. Gallo. 2019
Blesgæs (Anser albifrons albifrons). Mynd. Gallo. 2019
1 af 3

Lokin er árleg vetrafuglatalning sem framkvæmd er af Náttúrustofu Vestfjarða ásamt sjálfboðaliðum sem að þessu sinni voru Hilmar Pálsson, Guðbjörg Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Matthías Lýðsson. Fuglar eru taldir í hluta Álftafjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Skutulsfjarðar, Súgandafjarðar, Steingrímsfjarðar og Bolungarvíkur. Verkefnið er skipulagt af Náttúrufræðistofnun Íslands og hægt er að skoða niðurstöður talninga fyrir allt landið á heimasíðu NÍ.  https://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur"etrarfuglatalningar-nidurstodur

Á þeim svæðum sem talin voru á Vestfjörðum sáust um 12 þúsund fuglar og 32 tegundir. Flestir fuglanna voru í Steingrímsfirði, Skutulsfirði og Dýrafirði eða um 2000 fuglar í hverjum. Af þeim tegundum sem sáust var æðarfugl algengastur en af honum voru um 8 þúsund fuglar. Næstar í fjölda voru hávella og stokkönd með tæplega 1 þúsund fugla hvor. Flestar tegundanna sem sáust eru áberandi á Íslandi yfir vetrartímann. Fimm tegundanna, silfurmáfur, svartþröstur, skógarþröstur, hettumáfur og fýll eru ekki áberandi á svæðinu yfir vetrartímann. Stari og æðarkóngur eru tiltölulega sjaldgæfar á svæðinu. Þá sást einnig sjaldgæf austræn undirtegund blesgæsar (Anser albifrons albifrons) í Bolungarvík.

Tjaldar sáust 51 á Þingeyri og 20 í Skutulsfirði. Starar voru 21 á Þingeyri og 4 í Skutulsfirði en hann verpti líklega í fyrsta sinn á Vestfjörðum þetta sumar. https://nave.is/frettir/Starar_verpa_a_Isafirdi/

Æðarkóngar sáust tveir, annar í Skutulsfirði og hinn í Súgandafirði. Mest var af hávellum í Súgandafirði og þar sást líka einn fýll. Haförn og fálki, og nokkrir silfurmáfar voru í Steingrímsfirði. Nokkrar gulendur voru í Steingrímsfirði og Skutulsfirði auk þess sem ein sást í Súgandafirði. Nokkrir toppskarfar voru í Álftafirði, Dýrafirði og Steingrímsfirði.

Lítið var af hröfnum á Suðureyri en það kom ekki á óvart vegna fyrri talninga. https://nave.is/frettir/Vetrarfuglatalningar_Stari_sast_a_Thingeyri_en_enginn_hrafn_sast_a_Sudureyri/

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is