Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Veggspjaldasýning um Stein Emilsson jarðfræðing í þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði

1 af 2

Hugmyndin að veggspjaldasýningunni varð til við skráningu steina og jarðfræðisafns Steins Emilssonar sem erfingjar hans afhentu Náttúrugripasafni Bolungarvíkur árið 1998 ásamt dagbókum hans. Menningarráð Vestfjarða veitti styrk til gerð þessarar farandssýningar sem áætlað er að sýna bæði í skólum og söfnum á Vestfjörðum.  Nú hefur sýningin um Stein verið sett upp bæði í  áttúrugripasafni Bolungarvíkur og Þróunarsetrinu á Hólmavík auk þess sem hún er nú í anddyri Skorar þekkingarseturs á Patreksfirði.

Á veggspjaldasýningunni er m.a. fjallað um líf og verk þessa athafnamanns (1893-1975) sem m.a var skólastjóri í Bolungarvík og ritstjóri tímaritsins „Vesturlands“. Jarðvegsrannsóknir hans á Íslandi sem hann borgaði yfirleitt úr eigin vösum, um tillögur hans um jarðfræði Íslands og áhrif verkefna hans á vísindin og þjóðfélagið.

Stuðst var við greinar sem hann samdi sjálfur og hafa verið skrifaðar um hann en ekki síður steina- og jarðfræðisafnið hans og dagbækurnar.

Sýningin er opin virka daga á opnunartíma þekkingarsetursins.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is