Turnfálka, er dvalið hefur Náttúrustofunni síðan 17. október, var sleppt í gær. Hann var frekar stirður til flugs til að byrja með enda búinn að vera uppteknari við át en flug undanfarið. Fyrst lenti turnfálkinn á lágum steini en faldi sig síðan undir ruslagámi. Eftir að stuggað hafði verið aðeins við fuglinum flaug hann í burtu, frelsinu feginn.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is