Skógarþrösturinn (Turdus iliacus) er mættur til Vestfjarða en þann 29. mars 2017 sást til hans á Bassastöðum í Steingrímsfirði.
Skógarþrösturinn dvelur á Íslandi frá um lok mars til um miðjan október en fer svo til Vestur Evrópu, þá aðallega til Skotlands, Irlands, Frakklands og Spánar. Hann er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða í þéttbýli. Á eftir þúfutittlingnum er hann sá algengasti spörfugla hérlendis.
Guðbandur Sverrisson á Bassastöðum í Steingrímsfirði sendi okkur myndirnar og þökkum við honum fyrir.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is