Tveir sjaldséðir fuglar hafa sést á vappi á Ísafirði á dögunumm. Sjaldæf austræn undirtegund blésgæsar (Anser albifrons albifrons) sást í Tunguárósnum á Ísafirði en mjög líklegt er að um sama fugl sé að ræða og sást í vetrafuglatalningunum í Bolungarvík í byrjun árs (https://nave.is/frettir/Vetrafuglatalningar_a_Vestfjordum_2018-2019/)
Karlkyns gráspör (Passer domesticus) sást á Ísafirði en í fyrrasumar var einnig gráspör á vappi þar, en ekki er víst um að sama fugl sé að ræða þar sem hann sást ekki í vetur. Þessi tegund er alfriðuð og hefur fækkað talsvert víða um Evrópu (https://nave.is/frettir/Graspor_sast_a_Isafirdi/ ).
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is