Náttúrustofa Vestfjarða fékk þær góðu fréttir að Uppbyggingasjóður Vestfjarða muni styrkja tvö verkefni.
Styrkur upp á 1.200.000 kr til þriggja ára fæst fyrir verkefnið "Rekjanleiki lambakjöts frá beitilandi til neytenda". Verkefnið hafði áður fengið styrk úr sama sjóðnum árið 2015 en um er að ræða framhald af verkefninu og snýst um að auka umfang á Vestfjörðum og markaðssetja verkefnið á landsvísu, ásamt því að þróa viðskipathugmyndina.
Í verkefninu felst að auka samkeppnisskot Vestfjarða og auka sýnileika Vestfirsks lambakjöts í matvælaiðnaði. Hugbúnaðurinn var hannaður fyrir neytendur tl að upplýsa þá um uppruna lambakjöts í verslunum og gefur val um hvernig kjötið er "kryddað á fæti". Nánari upplýsingar: http://www.rekjanleiki.is/
Styrkur upp á 600.000 kr fæst fyrir verkefnið: "Greining á þörf fiskeldisfyrirtækja fyrir rannsóknarþjónustu" en það er í takt við vaxandi umfang fiskeldisfyrirtækja á svæðinu og samvinnu Náttúrustofunar við fiskeldisfyrirtækin.
Verkefnið snýst um að greina þörf fiskeldisfyrirtækja fyrir rannsóknarþjónustu og hvort hægt sé að veita þá þjónustu í heimabyggð. Fiskeldi á íslandi hefur vaxið mjög hratt á tuttum tíma og fiskeldisfyrirtæki þurfa að sækja ýmsa þjónustu og rannsóknir hérlendis og erlendis. með því að rannsóknir eru studndaðara í eimabyggð eykst atvinna á svæðinu, þekking byggist upp og sjálfbærni eykst.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is