Á dögunum bárust fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða niðurstöður úr aldursgreiningu á kolagröfum sem fundust við fornleifarannsókn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þær staðfesta niðurstöður fornleifarfræðinga að kolavinnsla hafi farið fram á Hrafnseyri á 9. öld rétt eftir landnám. Jarðhýsi sem talið er frá 10. öld er byggt eftir að kolavinnsla fór þar fram.
Þetta eru merkilegar niðurstöður og sýna um landnám 872 er fólk komið í Arnarfjörð og byrjað að gera til kola og líklega framleiða járn. Kolavinnslan bendir til þess að góður birkiskógar hafa verið í Arnarfirði.
Nú standa yfir rannsóknir á töluverðri járngerð sem fór fram á svokölluðum Parti í landi Auðkúlu en þar hefur fundist landnámsbýli og kirkja úr frumkristni. Hugsanlega var gert til kola á Hrafnseyri og járnvinnsla farið fram á neðan við mýrarnar á Auðkúlu. Rannsóknum á Hrafnseyri og Auðkúlu verður framhaldið í ágúst.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is