Hringdúfa (Columba palumbus) er búin að vera í u.þ.b. mánuð inn á Eyri í Mjóafirði samkvæmt þeim feðgum á Látrum. Hún er ansi stygg en það náðist ein ágætis mynd af henni þann 30. apríl 2014 (mynd: Ágúst Svavar).
Hringdúfa er algeng í Evrópu og eru á Bretlandseyjum um 5,3 milljón para. Útbreiðsla hennar nær til Asíu og Norðvestur Afríku. Hún verpur í byggðum og skóglendi. Hringdúfur eru nokkuð algengir flækingar hér á landi og sáust t.d. fjórar í Dýrafirði 2012 og ein á Ísafirði sama ár.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is