Mánudaginn 26. mars hélt Hafdís Sturlaugsdóttir starfsmaður Náttúrustofunnar fyrirlestur um fjörugróður á Byggðasafni Dalamanna. Farið var yfir gróður sem vex við fjöruna og út í sjó. Áhersla var lögð á nýtingu gróðurs bæði á sjó og á landi. Einning var fyrirlestur um rekavið, uppruna og nýtingu hans sem Matthías Lýðsson bondi í Húsavík hélt.
Þessir fyrirlestrar voru í tilefni af menningararfsárs Evrópu 2018. Markmið menningararfsár Evrópu er að vekja athygly á og fagna fjölbreyttum menningararfi Evrópu. Minjastofnun Íslands er í forsvari vegna skipulagningar Menningararfsárs Evrópu 2018 hér á landi. Ákveðið hefur verið að hafa "strandmenningu" sem þema ársins á Íslandi. Undir strandmenningu fellur t.d. handverk, fornleifar, hús og mannvirki, gripir, bátar, sögur og ótal margt fleira.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is