Á sunnudaginn komu til landsins og síðan til Ísafjarðar átta nemendur í fornleifafræði frá mismunandi háskólum í Bretlandi. Nemarnir munu starfa hjá fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða í fjórar vikur og munu vinna við þær rannsóknir sem fornleifadeildinn vinnur að.
Hópurinn dvelur á Hrafnseyri, þar sem rannsóknin Arnarfjörður á miðöldum heldur áfram auk þess sem uppgröftur hefst á Auðkúlu í Arnarfirði í tengslum við sömu rannsókn. Fornleifadeildin og nemarnir munu auk þess vinna að fornleifarannsókn í Ósvör og við gerð könnunarskurða á Patreksfirði. Nemarnir eru spenntir að hefja störf á Íslandi og eru heillaðir af Vestfjörðum.
Nöfn fornleifanemanna eru: David Twomlow, Helen Green, Shanice Chapman, Hannah McGivern, Gwynhwyvar (Gwynne) Pearce, Constantine Antoniades, Bertram Beanland og Scott Wakeham, en auk þess starfa við rannsóknina Scott Riddell fornleifafræðinemi við Háskóla Íslands og Rúna Þráinsdóttir fornleifafræðingur. Stjórnandi rannsóknarinnar er Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur hjá fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is