Fiðrildavöktun var síðast liðið sumar í Syðridal (Sy) í Bolungarvík, Stakkamýri (St) og Þiðriksvallarvirkjun (Þi) við Hólmavík. Á myndinni til hliðar má sjá fjölda nokkra algengra tegunda sem fengust í gildrur á þessum svæðum. Í gildruna í Syðridal fengust 23 tegundir, 13 í Stakkamýri og 18 við Þiðriksvallavirkjun sumarið 2014.
Vöktunin hófst árið 2010 í Syðridal og árið eftir við Hólmavík. Gildrurnar eru settar út í 16. viku ársins (miðjan apríl) og teknar inn í lok október eða byrjun nóvember.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is