í byrjun maí var farið í vinnuferð í verkefninu EVEHD til Þýskalands. Með Cristiani Gallo, starfsmanni NAVE fóru tveir sjálfboðaliðar frá Vestfjörðum.
Í ferðinni var blessaður brunnur lagaður, byggð milla, farið á safn og ýmislegt annað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Verkefnið er samstarfsverkefni á milli 6 Evrópuþjóða: Íslands, Þýskalands, Slóvakíu, Tyrklands, Rúmeníu og Englands.
Samstarfsaðilarnir hafa sameiginlegan áhuga á því að virkja sjálfboðaliða í sögutengdum rannsóknum og/eða fornleifafræði: uppgrefti, verndun minja og endurbyggingu og/eða endurreisn heilagra og blessaðra brunna. Í hverju landi fór starfsmaður með sjálfboðaliðum til landanna sem eru í samstarfinu og unnu í verkefnunum sem voru lögð fyrir.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is