Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Dagur hinna villtu blóma á Vestfjörðum

Friggjargras
Friggjargras

Náttúrustofa Vestfjarða verður með gönguferðir á Degi hinna villtu blóma sunnudaginn 18.júní nk. Dagur hinna villtu blóma er haldinn í samstarfi við Flóruvini. Farnar verða tvær gönguferðir annars vegar í norðursvæði Vestfjarða og hins vegar á Ströndum.

Á norðursvæði Vestfjarða verður gengið um Grasagarða Vestfjarða í Bolungarvík og skoðaðar plöntur kl 14:00.

Á Ströndum verður farið frá Sauðfjársetrinu í Sævangi í samvinnu við Náttúrubarnaskólann. Gönguferðin er kl. 14:00 og verður lögð áhersla á bersvæðisplöntur en aðrar plöntur auðvitað greindar líka. Á eftir er svo tilvalið að stoppa í kaffi í Sævangi og ræða um hvaða plöntur sáust og þess háttar.

Öllum er heimil þátttaka í gönguferðunum og hún er þátttakendur að kostnaðarlausu.

Fleiri göngur eru annarsstaðar á landinu og eru þær auglýstar inn á heimasíðunni „Flóra Íslands“ http://www.floraislands.is/Annad/blomdag.html

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is