Dagur hinna villtu blóma verður haldin hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Af því tilefni mun nytjajurtasýning Grasagarða Vestfjarða vera vígð á milli 15 og 16 í sýningarreit Grasagarða Vestfjarða í Bolungarvík. Boðið verður upp á grasate á staðnum. Allir velkomnir!
Á Ströndum verður farið í hefðbundna gönguferð með blómaskoðun. Farið verður frá Sævangi, sunnan Hólmavíkur kl. 13:30 og genginn Kirkjubólshringurinn. Gangan er við allra hæfi og blóm skoðuð og greind á leiðinni. Allir eru velkomnir með í gönguna. Leiðsögumaður í göngunni er Hafdís Sturlaugsdóttir.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is