Fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða hefur undanfarin ár stundað fornleifarannsóknir í Arnarfirði sem bera nafnið Arnarfjörður á miðöldum.
Nýlega voru gerðir tveir þættir um fornleifarannsóknir í Arnarfirði, annar um rannsóknina á Hrafnseyri og Auðkúlu og hinn um rannsókn sem fór fram á Grélutóftum.
Það voru hjónin Eyþór Eðvarðson og Ingrid Kuhlman sem gerðu heimildarmyndirnar en þau hafa nýlega lokið námi í kvikmyndagerð í London.
Eyþór er einn stofnadi fornminjafélags Súðfirðinga sem er öflugt félag sem vinnur í samvinnu við Fornleifadeild Náttúrstofu Vestfjarða og Minjastofnun að skráningu minja í Súgandafirði.
Hægt er að horfa á þættina á slóðunum hér að neðan.
Þátturinn um fornleifarannsóknina á Hrafnseyri:
https://www.youtube.com/watch?v=1Rjpe3y0skI&feature=youtu.be
Þátturinn um fornleifarannsóknina á Grélutóftum við Hrafnseyri:
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is